Mæðravernd

Mæðravernd

Meðgönguvernd stendur öllum verðandi foreldrum til boða og er þeim að kostnaðarlausu.

Heilsugæslustöðin Lágmúla sinnir þeim sem skráðir eru hjá læknum stöðvarinnar og þeim sem búa í hverfinu.

Æskilegt er að þeir sem búa utan hverfis skrái sig ef óskað er þjónustu hér.

Meðgönguvernd er í höndum ljósmæðra og lækna stöðvarinnar og samráð er haft við fæðingarlækna eftir þörfum.

Markmiðið er að:

  • Stuðla að heilbrigði móður og barns.
  • Veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf.
  • Greina áhættuþætti og bregðast við þeim.
  • Veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu.

8-12 vikum eftir síðustu blæðingar er æskilegt að koma í fyrstu skoðun. Hún tekur um 1 klst. og er farið yfir fyrra heilsufar og fæðingarsögu. Bóka þarf með fyrirvara. Á allri meðgöngunni má reikna með 7-10 skoðunum. Faðir eða annar stuðningsaðili er velkominn og eldri systkini.

Í 20. viku meðgöngu býður Kvennadeild Landspítalans upp á ómskoðun sem er foreldrum að kostnaðarlausu.

Að auki geta foreldrar fengið gerða hnakkaþykktarmælingu sem er hægt að framkvæma í 12. viku. Tilgangur hennar er að finna alvarlega fósturgalla.

Nánar um Mæðravernd: á heilsuvera.is

Opnunartími

Heilsugæslan Lágmúla notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Upplýsingarnar eru nafnlausar.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á hglagmuli.com
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur