Sálfræðiþjónusta

Sálfræðiþjónusta

Hlutverk sálfræðings heilsugæslunnar er að þjónusta skjólstæðinga stöðvarinnar og aðstandendur þeirra þegar þörf er á.

Heilsugæslan við Lágmúla leggur áherslu á þverfaglega teymisvinnu. Sálfræðingur vinnur því í nánu samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir stöðvarinnar, skóla og félagsþjónustuna.

Starf sálfræðings skiptist í aðalatriðum í tvennt, klíníska vinnu og fræðslu. Í klínískri vinnu greinir sálfræðingur vandamál skjólstæðinga í samvinnu við þá sjálfa, lækna og/eða hjúkrunarfræðinga. Þá fræðir sálfræðingur skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra, þegar það á við, um eðli vandamálsins og veitir þeim sálfræðilega meðferð og stuðning.

Markmið heilsugæslunnar við Lágmúla er að bjóða upp á árangursríka og hagkvæma sálfræðiþjónustu, byggða á vísindalegum kenningum sem hafa verið sannreyndar með árangursrannsóknum, bæði í meðferð og greiningu, er nefnist hugræn atferlismeðferð (HAM).

Ekki er um langtímameðferð að ræða heldur mat sálfræðings á vanda sem þarf að fást við og í framhaldinu 6-8 viðtöl.

Greitt er fyrir hvert viðtal eins og í venjulegri komu á heilsugæslu.

Hugræn atferlismeðferð

Hugræn atferlismeðferð (HAM) er meðferð sem byggir á traustum vísindalegum grunni og hefur reynst mjög vel við ýmis konar geð- og hegðunarröskunum. Með HAM er reynt að vinna markvisst að ákveðnu afmörkuðu vandamáli hverju sinni. Lögð er áherslu á að komast að við upphaf meðferðar hvað kemur vandamálinu af stað, hvað viðheldur því og hvaða afleiðingar vandinn hefur í för með sér. Meðferðin krefst náinnar samvinnu sálfræðings og skjólstæðings, þar sem skjólstæðingur er virkur þátttakandi í sinni meðferðarvinnu.

Læknar heilsugæslunnar vísa málum áfram til sálfræðings eftir viðtal við lækni.

Opnunartími

Heilsugæslan Lágmúla notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Upplýsingarnar eru nafnlausar.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á hglagmuli.com
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur