
Sálfræðiþjónusta
Hlutverk sálfræðings heilsugæslunnar er að þjónusta skjólstæðinga stöðvarinnar og aðstandendur þeirra þegar þörf er á.
Heilsugæslan við Lágmúla leggur áherslu á þverfaglega teymisvinnu. Sálfræðingur vinnur því í nánu samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir stöðvarinnar, skóla og félagsþjónustuna.
Starf sálfræðings skiptist í aðalatriðum í tvennt, klíníska vinnu og fræðslu. Í klínískri vinnu greinir sálfræðingur vandamál skjólstæðinga í samvinnu við þá sjálfa, lækna og/eða hjúkrunarfræðinga. Þá fræðir sálfræðingur skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra, þegar það á við, um eðli vandamálsins og veitir þeim sálfræðilega meðferð og stuðning.
Markmið heilsugæslunnar við Lágmúla er að bjóða upp á árangursríka og hagkvæma sálfræðiþjónustu, byggða á vísindalegum kenningum sem hafa verið sannreyndar með árangursrannsóknum, bæði í meðferð og greiningu, er nefnist hugræn atferlismeðferð (HAM).
Ekki er um langtímameðferð að ræða heldur mat sálfræðings á vanda sem þarf að fást við og í framhaldinu 6-8 viðtöl.
Greitt er fyrir hvert viðtal eins og í venjulegri komu á heilsugæslu.
Hugræn atferlismeðferð
Hugræn atferlismeðferð (HAM) er meðferð sem byggir á traustum vísindalegum grunni og hefur reynst mjög vel við ýmis konar geð- og hegðunarröskunum. Með HAM er reynt að vinna markvisst að ákveðnu afmörkuðu vandamáli hverju sinni. Lögð er áherslu á að komast að við upphaf meðferðar hvað kemur vandamálinu af stað, hvað viðheldur því og hvaða afleiðingar vandinn hefur í för með sér. Meðferðin krefst náinnar samvinnu sálfræðings og skjólstæðings, þar sem skjólstæðingur er virkur þátttakandi í sinni meðferðarvinnu.
Læknar heilsugæslunnar vísa málum áfram til sálfræðings eftir viðtal við lækni.
Opnunartími
- Mánudaga - föstudaga 08:00 - 17:00
