Bólusetningar ferðamanna

Bólusetningar ferðamanna

Við ferðalög til framandi landa er nauðsynlegt að hafa góðan fyrirvara vegna bólusetninga.

Hafið með ferðatilhögun svo hægt sé að átta sig á hvaða bólusetningar þarf og aðrar ráðstafanir.

Hjúkrunarfræðingar stöðvarinnar fara yfir þessi atriði og veita almenna ráðgjöf. Þeir gefa einnig þær bólusetningar sem eru ráðlagðar.

Bæði er um að ræða endurnýjun á grunnbólusetningum (lömunarveiki, stífkrami, barnaveiki) og bólusetningar sem þarf í
hverju landi.

Fara þarf vel yfir hvort þörf sé á vörn gegn malaríu

Stuðst er við alþjóðlegar leiðbeiningar.

Athugið að við bólusetjum ekki við Gulu (Yellow fever).

Hafið samband við móttöku til að panta tíma, 595 1300

Erlendur tengill: CDC

Varðandi inflúensubólusetningar:

Bóluefni sem verður notað 2019 heitir Influvac og inniheldur vörn gegn inflúensu A(H1N1), A(H3N2) og inflúensu B.

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningu:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  • Þungaðar konur.

Vakin er athygli á því að ofangreindir áhættuhópar eiga rétt á bóluefninu sér að kostnaðarlausu en greitt er venjulegt komugjald til heilsugæslu þar sem það á við.

Opnunartími

Heilsugæslan Lágmúla notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Upplýsingarnar eru nafnlausar.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á hglagmuli.com
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur