Hefjum bólusetningar í dag 13.október
Bólusett verður milli kl 15-17 alla virka daga.
Bóka þarf tíma í Heilsuveru eða hringja í móttöku 595 1300
Vegna COVID-19 takmarkana verður áhersla lögð á að bólusetja áhættuhópa til að byrja með.
Áhættuhóparnir eru :
- 60 ára og eldri
- Fólk með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.
- Þungaðar konur
Aðrir eru beðnir um að bíða þar til almennar bólusetningar hefjast.
Til að stytta viðveru á stöðinni er best að vera í stutterma bol/skyrtu til að auðvelt sé að bera handlegg.
Vinsamlegast bera grímu og gætið að handþvotti og sprittun.